Pétur Havsteen

Pétur Havsteen

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1853.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hofsósi 17. febrúar 1812, dáinn 24. júní 1875. Foreldrar: Jakob Havsteen (fæddur 8. mars 1774, dáinn 2. mars 1829) kaupmaður þar og kona hans Maren Jóhannsdóttir Havsteen, fædd Birch (fædd 26. febrúar 1776, dáin 3. ágúst 1843) húsmóðir. Faðir Hannesar Hafsteins alþingismanns og ráðherra. Tengdafaðir Jóns Þórarinssonar alþingismanns, Jónasar Jónassens alþingismanns og Lárusar H. Bjarnasonar alþingismanns. Maki 1 (14. ágúst 1847): Guðrún Hannesdóttir Havstein, fædd Stephensen (fædd 25. júlí 1827, dáin 19. apríl 1851) húsmóðir. Foreldrar: Hannes Stephensen alþingismaður og kona hans Þórunn Magnúsdóttir Stephensen. Maki 2 (4. september 1851): Sigríður Ólafsdóttir Havstein, fædd Stephensen (fædd 24. ágúst 1831, dáin 29. mars 1919) húsmóðir. Þau skildu. Hún átti síðar Stefán Thordersen alþingismann. Foreldrar: Ólafur Magnússon Stephensen og kona hans Marta Stefánsdóttir Stephensen. Maki 3 (28. júlí 1857): Katrín Kristjana Gunnarsdóttir Havstein (fædd 20. september 1836, dáin 24. febrúar 1927) húsmóðir. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson og kona hans Jóhanna Kristjana Gunnlaugsdóttir Briem. Systir Eggerts Gunnarssonar alþingismanns og Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Börn Péturs og Guðrúnar: Hannes (1848), Þórunn (1850). Börn Péturs og Kristjönu: Hannes Lárus (1858), Guðrún Jóhanna (1859), Hannes Þórður (1861), Soffía Ágústa (1863), Guðrún Jóhanna Lára (1866), Jóhanna (1867), Marinó Jakob (1867), Elín (1869), Gunnar Magnús (1872).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1835. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1840.

  Vann fjögur ár í rentukammeri. Skipaður 1845 sýslumaður í Norður-Múlasýslu, sat á Ketilsstöðum á Völlum, gegndi jafnframt sýslumannsstörfum í Suður-Múlasýslu 1845–1846. Skipaður 1850 amtmaður í norður- og austuramtinu, sat á Möðruvöllum í Hörgárdal, lausn 1870. Fluttist þá í Skjaldarvík við Eyjafjörð og dvaldist þar til æviloka.

  Skipaður 1845 í nefnd um landbúnaðar- og skattamál.

  Konungkjörinn alþingismaður 1853.

  Æviágripi síðast breytt 14. mars 2016.

  Áskriftir