Pétur Jónsson

Pétur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1894–1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).

Atvinnumálaráðherra 1920–1922.

1. varaforseti neðri deildar 1901, 2. varaforseti neðri deildar 1912, 1. varaforseti neðri deildar 1914–1915, varaforseti sameinaðs þings 1917.

Æviágrip

Fæddur á Gautlöndum 28. ágúst 1858, dáinn 20. janúar 1922. Foreldrar: Jón Sigurðsson (fæddur 11. maí 1828, dáinn 26. júní 1889) alþingismaður og kona hans Solveig Jónsdóttir (fædd 16. september 1828, dáin 17. ágúst 1889) húsmóðir. Bróðir Kristjáns alþingismanns og ráðherra og Steingríms alþingismanns Jónssona. Afi Málmfríðar Sigurðardóttur alþingismanns. Maki (23. september 1881): Þóra Jónsdóttir (fædd 17. desember 1860, dáin 30. nóvember 1894) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónasson og kona hans Kristjana Þorláksdóttir. Börn: Solveig (1885), Kristjana (1887), Hólmfríður (1889), Jón Gauti (1889), Þuríður (1892), Þórleif (1894).

Var um skeið unglingakennari í Mývatnssveit. Bóndi á Gautlöndum 1884–1919, fluttist þá til Reykjavíkur. Skipaður 25. febrúar 1920 atvinnumálaráðherra og gegndi því starfi til æviloka.

Lengstum oddviti Skútustaðahrepps. Yfirforingi „Þjóðliðs Íslendinga“ frá stofnun þess 1884. Formaður Kaupfélags Þingeyinga 1889–1919, formaður Sambandskaupfélags Þingeyinga 1902–1905 og Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1910 til æviloka. Umboðsmaður Norðursýslujarða 1901–1920. Skipaður 1904 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum, í milliþinganefnd í skattamálum 1907 og 1918 í útflutningsnefnd og yfirfasteignamatsnefnd.

Alþingismaður Suður-Þingeyinga 1894–1922 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Bændaflokkurinn eldri, Heimastjórnarflokkurinn).

Atvinnumálaráðherra 1920–1922.

1. varaforseti neðri deildar 1901, 2. varaforseti neðri deildar 1912, 1. varaforseti neðri deildar 1914–1915, varaforseti sameinaðs þings 1917.

Ritstjóri: Tímarit kaupfélaganna (1896–1897).

Æviágripi síðast breytt 14. mars 2016.

Áskriftir