Rannveig Þorsteinsdóttir

Rannveig Þorsteinsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1949–1953 (Framsóknarflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1949–1950, 2. varaforseti sameinaðs þings 1950–1953.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Sléttu í Mjóafirði 6. júlí 1904, dáin 18. janúar 1987. Foreldrar: Þorsteinn Sigurðsson (fæddur 4. september 1870, dáinn 6. júní 1910) sjómaður þar og kona hans Ragnhildur Hansdóttir (fædd 7. febrúar 1877, dáin 8. apríl 1967) húsmóðir.

Samvinnuskólapróf 1924. Stúdentspróf MR 1946. Lögfræðipróf HÍ 1949. Hdl. 1952. Hrl. 1959.

Afgreiðslumaður Tímans 1925–1936. Stundakennari við Samvinnuskólann 1926–1933. Bréfritari við Tóbakseinkasöluna 1934–1946. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1949–1974. Dómari í verðlagsdómi Reykjavíkur 1950–1974.

Í stjórn Kvenfélagasambands Íslands 1947–1963, formaður frá 1959. Formaður Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands 1949–1957. Sat í útvarpsráði 1953–1956 og 1959. Var í happdrættisráði Háskóla Íslands 1951–1977. Varafulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1951–1965 og sat þá oft þing þess. Í yfirskattanefnd Reykjavíkur 1957–1963.

Alþingismaður Reykvíkinga 1949–1953 (Framsóknarflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1949–1950, 2. varaforseti sameinaðs þings 1950–1953.

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2020.

Áskriftir