Sigfús Jónsson

Sigfús Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1934–1937 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Víðimýri í Skagafirði 24. ágúst 1866, dáinn 8. júní 1937. Foreldrar: Jón Árnason (fæddur 2. júní 1830, dáinn 12. mars 1876, drukknaði) bóndi og skáld og kona hans Ástríður Sigurðardóttir (fædd 20. janúar 1832, dáin 23. apríl 1902) húsmóðir. Tengdafaðir Sigurðar Þórðarsonar alþingismanns. Maki (8. maí 1890): Guðríður Petrea Þorsteinsdóttir (fædd 12. september 1866, dáin 16. apríl 1936) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Þorláksson og kona hans Helga Árnadóttir. Börn: Ingibjörg Sigurlaug (1890), Jón (1892), Steindór Kristján (1895), Ástrún (1897), Helga (1903), Páll (1905).

Stúdentspróf Lsk. 1886. Guðfræðipróf frá Prestaskólanum 1888.

Barnakennari á Sauðárkróki veturinn 1888–1889. Prestur í Hvammi í Laxárdal 1889–1900, Mælifelli 1900–1919. Varð 1919 kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fluttist þá til Sauðárkróks, gegndi því starfi til æviloka.

Oddviti Skefilsstaðahrepps 1890–1900. Sýslunefndarmaður 1894–1900.

Alþingismaður Skagfirðinga 1934–1937 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.