Sighvatur Árnason

Sighvatur Árnason

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1864–1869, 1874–1899 og 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Ysta-Skála undir Eyjafjöllum 29. nóvember 1823, dáinn 20. júlí 1911. Foreldrar: Árni Sveinsson (fæddur 1. september 1780, dáinn 26. júní 1853) bóndi þar og kona hans Jórunn Sighvatsdóttir (fædd 19. október 1792, dáin 6. febrúar 1885) húsmóðir. Maki 1 (30. apríl 1843): Steinunn Ísleifsdóttir (fædd 17. september 1805, dáin 7. nóvember 1883) húsmóðir. Foreldrar: Ísleifur Gizurarson og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Maki 2 (26. apríl 1885): Anna Þorvarðsdóttir (fædd 31. maí 1853, dáin 12. febrúar 1915) húsmóðir. Foreldrar: Þorvarður Jónsson og 2. kona hans Sigríður Pálsdóttir. Börn Sighvats og Steinunnar: Jórunn (1843), Sigurður (1844), Arnleif (1845), Sæmundur (1848). Börn Sighvats og Önnu: Sigríður (1874), Árni (1885), Björn (1887), Steinunn (1890), Sighvatur (1893). Sonur Sighvats og Guðnýjar Brynjólfsdóttur: Jón (1856).

  Bóndi í Eyvindarholti 1843–1901. Fluttist þá til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka. Bókavörður við Alþýðubókasafnið þar um skeið.

  Hreppstjóri í 34 ár.

  Alþingismaður Rangæinga 1864–1869, 1874–1899 og 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

  Æviágripi síðast breytt 17. mars 2016.

  Áskriftir