Sigurður Ágústsson

Sigurður Ágústsson

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1949–1959, alþingismaður Vesturlands 1959–1967 (Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti sameinaðs þings 1959–1967.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Stykkishólmi 25. mars 1897, dáinn 19. apríl 1976. Foreldrar: Ágúst Þórarinsson (fæddur 13. september 1864, dáinn 24. mars 1947) verslunarstjóri þar, síðar kaupmaður og kona hans Ásgerður Arnfinnsdóttir (fædd 8. október 1864, dáin 11. júní 1946) húsmóðir. Maki (27. október 1923): Ingibjörg Helgadóttir (fædd 26. mars 1901, dáin 4. mars 1988) húsmóðir. Foreldrar: Helgi Eiríksson og kona hans Sesselja Árnadóttir. Kjörsonur: Ágúst (1934).

Verslunarskólapróf Kaupmannahöfn 1917.

Fulltrúi við verslun Tang & Riis í Stykkishólmi 1917–1931. Keypti þá verslun 1932 og rak hana til 1966 ásamt útgerð, reisti hraðfrystihús í Stykkishólmi 1941 og rak það síðan.

Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1950–1970 og í stjórn landshafnar í Rifi frá 1951.

Alþingismaður Snæfellinga 1949–1959, alþingismaður Vesturlands 1959–1967 (Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti sameinaðs þings 1959–1967.

Æviágripi síðast breytt 17. mars 2016.