Sigurður Guðnason

Sigurður Guðnason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1942–1946, alþingismaður Reykvíkinga 1946–1956 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Holtakoti í Biskupstungum 21. júní 1888, dáinn 7. desember 1975. Foreldrar: Guðni Þórarinsson (fæddur 20. apríl 1851, dáinn 22. ágúst 1918) bóndi þar og kona hans Sunneva Bjarnadóttir (fædd 20. október 1849, dáin 15. desember 1931) húsmóðir. Maki (8. júlí 1918): Kristín Guðmundsdóttir (fædd 12. nóvember 1891, dáin 24. desember 1981) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Gíslason og kona hans Guðfinna Eyvindsdóttir. Börn: Guðný (1918), Ágústa (1919), Sunneva (1920), Hörn (1921), Guðfinna (1926), Guðmundur Emil (1929), Auður (1931).

Búfræðipróf Hólum 1909.

Bóndi í Borgarholti í Biskupstungum 1917–1922. Verkamaður í Reykjavík frá 1922. Formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1942–1954.

Landskjörinn alþingismaður 1942–1946, alþingismaður Reykvíkinga 1946–1956 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur).

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2016.