Benedikt Gröndal

Benedikt Gröndal

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Borgfirðinga) 1956–1959, (Vesturlands) 1971–1978, alþingismaður Vesturlands 1959–1971, alþingismaður Reykvíkinga 1978–1982 (Alþýðuflokkur).

Utanríkisráðherra 1978–1979, forsætis- og utanríkisráðherra 1979–1980.

1. varaforseti neðri deildar 1959–1971, 2. varaforseti neðri deildar 1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hvilft í Önundarfirði 7. júlí 1924, dáinn 20. júlí 2010. Foreldrar: Sigurður Gröndal (fæddur 3. nóvember 1903, dáinn 6. júní 1979) rithöfundur og veitingamaður, síðar yfirkennari í Reykjavík og kona hans Mikkelína María Sveinsdóttir (fædd 9. janúar 1901, dáin 30. nóvember 1999), systir Hálfdanar Sveinssonar varaþingmanns. Maki (11. ágúst 1947): Heidi Gröndal (fædd 13. apríl 1922, dáin 22. júlí 2012) bókavörður. Foreldrar: Werner Jaeger og kona hans Theodora Jaeger. Synir: Jón (1949), Tómas (1955), Einar (1960).

Stúdentspróf MR 1943. BA-próf 1946 með sögu sem aðalgrein við Harvard-háskóla, Bandaríkjunum. Framhaldsnám sumarið 1947 í Oxford á Englandi.

Íþróttafréttaritari Alþýðublaðsins og jafnframt blaðamaður við það öðru hverju 1938–1943, fréttastjóri þess 1946–1950. Ritstjóri Samvinnunnar 1951–1958 og jafnframt síðari árin forstöðumaður fræðsludeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga. Ritstjóri Alþýðublaðsins 1959–1969. Skipaður 1969 forstöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins. Skipaður 1. september 1978 utanríkisráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 15. október 1979 forsætis- og utanríkisráðherra, lausn 4. desember 1979, en gegndi störfum til 8. febrúar 1980. Sendiherra í Svíþjóð 1982–1987, í Austurlöndum 1987–1989, hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 1989–1991.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950–1954. Í stjórn Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1956–1959, sótti einnig fundi þeirra 1962–1965, 1968, 1970, 1975 og 1977. Í útvarpsráði 1956–1971, formaður þess 1957–1959 og 1960–1971. Í nýbýlastjórn, síðar landnámsstjórn 1959–1974. Skipaður 1961 í endurskoðunarnefnd vegalaga og í nefnd til að endurskoða lög um veitingasölu, gistihúsahald o. fl. og 1964 í nefnd til að semja frumvarp um landgræðslu. Í Rannsóknaráði ríkisins 1956–1971. Kosinn 1966 í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis. Í endurskoðunarnefnd hafnalaga 1966. Í endurskoðunarnefnd laga um utanríkisþjónustu 1968 og í endurskoðunarnefnd laga um friðun Þingvalla og um náttúruvernd 1968. Í endurskoðunarnefnd útvarpslaga 1969. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1971–1978. Formaður Alþýðuflokksins 1974–1980. Skip. í nefnd um nýtingu íslensks sjónvarps og útvarps 1974. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1966. Fulltrúi á hafréttarráðstefnum Sameinuðu þjóðanna. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 1981–1982.

Landskjörinn alþingismaður (Borgfirðinga) 1956–1959, (Vesturlands) 1971–1978, alþingismaður Vesturlands 1959–1971, alþingismaður Reykvíkinga 1978–1982 (Alþýðuflokkur).

Utanríkisráðherra 1978–1979, forsætis- og utanríkisráðherra 1979–1980.

1. varaforseti neðri deildar 1959–1971, 2. varaforseti neðri deildar 1974.

Hefur samið sagnfræðirit og rit um þjóðfélagsmál.

Ritstjóri: Voröld (1948). Samvinnan (1951–1958). Alþýðublaðið (1959–1969).

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.

Áskriftir