Sigurður Ingimundarson

Sigurður Ingimundarson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

2. varaforseti sameinaðs þings 1963–1971, varaforseti neðri deildar 1970.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 10. júlí 1913, dáinn 12. október 1978. Foreldrar: Ingimundur Einarsson (fæddur 7. febrúar 1874, dáinn 4. mars 1961) verkamaður þar og kona hans Jóhanna Guðlaug Egilsdóttir (fædd 25. nóvember 1881, dáin 5. maí 1982) varaþingmaður. Faðir Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns og ráðherra. Maki (25. október 1941): Karítas Guðmundsdóttir (fædd 19. desember 1917, dáin 26. ágúst 1997) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Guðjónsson og kona hans Anna María Gísladóttir. Börn: Anna María (1942), Jóhanna (1942), Hildigunnur (1950), Gunnar Egill (1950).

Stúdentspróf MR 1934. Nám í læknadeild Háskóla Íslands 1934–1935. Próf í efnaverkfræði 1939 við Norges Tekniske Højskole í Þrándheimi. Framhaldsnám í verkstjórnarfræðum og vinnuhagræðingu við Teknologisk Institut í Ósló sumurin 1962 og 1963.

Verkfræðingur við Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 1940–1942, síldarverksmiðjuna Rauðku á Siglufirði 1944. Starfsmaður við hráefnaúthlutun til matvælaiðnaðarins hjá Skömmtunarskrifstofu ríkisins 1940–1950. Kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1941–1953, stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík 1948–1955, kennari við Verslunarskólann 1953–1970, yfirkennari 1957–1970. Forstöðumaður verkstjórnarnámskeiða frá því er þau voru upp tekin 1962–1970. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins frá 1970 til æviloka.

Formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1956–1960. Skipaður 1958 í endurskoðunarnefnd skólalöggjafarinnar. Í Norðurlandaráði 1959–1971. Skipaður 1960 í endurskoðunarnefnd skattalaga og 1961 í endurskoðunarnefnd laga um iðnskóla og iðnfræðslu. Í landsprófsnefnd 1962. Í nefnd til að stjórna framkvæmd áætlunar um opinberan stuðning við samtök vinnumarkaðarins vegna hagræðingarstarfsemi frá 1965 og í hagráði frá stofnun þess 1966–1971. Kosinn 1967 í milliþinganefnd um staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Skipaður 1970 í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd tryggingakerfisins og í nýja endurskoðunarnefnd 1975.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1959–1971 (Alþýðuflokkur).

2. varaforseti sameinaðs þings 1963–1971, varaforseti neðri deildar 1970.

Æviágripi síðast breytt 17. mars 2020.