Sigurður Jensson

Sigurður Jensson

Þingseta

Alþingismaður Barðstrendinga 1886–1908 (Framfaraflokkurinn, Landvarnarflokkurinn, Þjóðræðisflokkurinn).

Varaforseti efri deildar 1899.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 15. júní 1853, dáinn 5. janúar 1924. Foreldrar: Jens Sigurðsson (fæddur 6. júlí 1813, dáinn 2. nóvember 1872) þjóðfundarmaður og kona hans Ólöf Björnsdóttir (fædd 22. febrúar 1830, dáin 7. desember 1874) húsmóðir. Bróðir Jóns Jenssonar alþingismanns. Maki (1. ágúst 1882): Guðrún Sigurðardóttir (fædd 20. febrúar 1862, dáin 19. mars 1941) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir, dóttir Brynjólfs Benedictsens þfm. Börn: Haraldur (1883), Jón (1884), Jens (1886), Jón Sigurður (1887), Brynjólfur (1889), Ólöf (1894), Ólöf (1899).

Stúdentspróf Lsk. 1873. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1876. Framhaldsnám í guðfræði við Hafnarháskóla 1877–1878.

Kennari við barnaskólann í Reykjavík 1873–1876 og 1878–1880. Prestur í Flatey á Breiðafirði 1880–1921. Prófastur í Barðastrandarprófastsdæmi 1881–1902. Póstafgreiðslumaður í Flatey 1914–1921.

Oddviti Flateyjarhrepps mörg ár. Amtsráðsmaður 1901–1907. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1895–1902. Fluttist til Reykjavíkur 1921 og var þar til æviloka.

Alþingismaður Barðstrendinga 1886–1908 (Framfaraflokkurinn, Landvarnarflokkurinn, Þjóðræðisflokkurinn).

Varaforseti efri deildar 1899.

Æviágripi síðast breytt 21. nóvember 2017.

Áskriftir