Sigurður H. Kvaran

Sigurður H. Kvaran

Þingseta

Alþingismaður Akureyrar 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Suður-Múlasýslu 1919–1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri).

2. varaforseti efri deildar 1923.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Blöndudalshólum 13. júní 1862, dáinn 2. febrúar 1936. Foreldrar: Hjörleifur Einarsson (fæddur 25. maí 1831, dáinn 13. október 1910) prestur í Blöndudalshólum, síðar prófastur að Undirfelli og 1. kona hans Guðlaug Eyjólfsdóttir (fædd 14. febrúar 1838, dáin 18. apríl 1884) húsmóðir. Maki (7. ágúst 1895): Þuríður Jakobsdóttir Kvaran (fædd 14. maí 1865, dáin 23. mars 1937) húsmóðir. Foreldrar: Jakob Helgason og kona hans Kristín Jónasdóttir. Börn: Jakob (1896), Elísabet Kristín (1900), Hjördís (1904), Einar (1906), Eiður (1909).

Stúdentspróf Lsk. 1883. Læknisfræðipróf Hafnarháskóla 1893. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn vorið 1905 og 1918.

Læknir í Höfðahverfishéraði 1893–1904, sat fyrst í Nesi, þá í Höfða og loks í Grenivík. Starfandi læknir á Akureyri 1904–1912. Héraðslæknir í Reyðarfjarðarhéraði 1913–1928, sat á Eskifirði. Fluttist þá til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka.

Í bæjarstjórn Akureyrar 1906–1912. Eftirlitsmaður útibús Landsbankans á Akureyri 1909–1912. Sat í bankaráði Íslandsbanka 1911–1914. Kosinn 1911 í milliþinganefnd um fjármál landsins. Eftirlitsmaður Helgustaðanáma 1914–1928. Í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1924–1928.

Alþingismaður Akureyrar 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), alþingismaður Suður-Múlasýslu 1919–1923 (Heimastjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn eldri).

2. varaforseti efri deildar 1923.

Ritstjóri: Sunnanfari (1892–1893). Norðurland (1904–1912). Ísafold (1912–1913).

Æviágripi síðast breytt 22. apríl 2020.

Áskriftir