Benedikt Kristjánsson

Benedikt Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Þingeyinga 1874–1880, alþingismaður Norður-Þingeyinga 1880–1885, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1886–1892, alþingismaður Mýramanna 1892–1893.

Forseti sameinaðs þings 1889, forseti efri deildar 1889–1891. Varaforseti sameinaðs þings 1886–1887 og 1893.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Illugastöðum í Fnjóskadal 16. mars 1824, dáinn 6. desember 1903. Foreldrar: Kristján Jónsson (fæddur um 1771, dáinn 1. janúar 1844) bóndi og hreppstjóri þar og kona hans Guðrún Halldórsdóttir (fædd um 1776, dáin 24. ágúst 1846) húsmóðir. Bróðir Jóns og Kristjáns alþingismanna Kristjánssona. Maki 1 (1851): Arnfríður Sigurðardóttir (fædd 8. nóvember 1829, dáin 1. apríl 1879) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Jónsson og kona hans Kristín Þorsteinsdóttir. Maki 2 (1. september 1881): Elínborg Friðriksdóttir (fædd 9. ágúst 1833, dáin 28. nóvember 1918) húsmóðir. Foreldrar: Friðrik Eggerz og kona hans Arndís Pétursdóttir. Ekkja Páls Vídalíns alþingismanns. Börn Benedikts og Arnfríðar: Kristján Vilhjálmur (1852), Kristín María (1853), Guðrún Emilía (1855), Kristjana Guðný (1857), Hólmfríður Benedikta (1861), Kristján Benedikt (1864), Benedikt (1872).

  Stúdentspróf Lsk. 1847. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1849.

  Við barnakennslu á Húsavík veturinn 1850–1851. Vígðist 1851 aðstoðarprestur til Skúla Tómassonar í Múla. Fékk Garða á Akranesi 1856, Hvamm í Norðurárdal 1858, Múla 1860, lausn frá fardögum 1890, fluttist þá til Reykjavíkur og dvaldist þar til æviloka. Prófastur í Mýraprófastsdæmi 1859–1860 og í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi 1871–1878 og aftur 1886–1889. Gæslustjóri Landsbankans 1890–1898.

  Alþingismaður Þingeyinga 1874–1880, alþingismaður Norður-Þingeyinga 1880–1885, alþingismaður Suður-Þingeyinga 1886–1892, alþingismaður Mýramanna 1892–1893.

  Forseti sameinaðs þings 1889, forseti efri deildar 1889–1891. Varaforseti sameinaðs þings 1886–1887 og 1893.

  Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.