Sigurlaug Bjarnadóttir

Sigurlaug Bjarnadóttir

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1974–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Vestfirðinga) mars–apríl 1980, mars–apríl, maí 1981, janúar–febrúar, apríl–maí 1982, varaþingmaður Vestfirðinga apríl–maí 1980, nóvember 1982 til febrúar 1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Vigur 4. júlí 1926, dáin 5. apríl 2023. Foreldrar: Bjarni Sigurðsson (fæddur 24. júlí 1889, dáinn 30. júlí 1974) bóndi þar, sonur Sigurðar Stefánssonar alþingismanns, og kona hans Björg Björnsdóttir (fædd 7. júlí 1889, dáin 24. janúar 1977) húsmóðir. Systir Sigurðar Bjarnasonar alþingismanns. Maki (29. maí 1954): Þorsteinn Óskarsson Thorarensen (fæddur 26. ágúst 1927, dáinn 26. október 2006) lögfræðingur og rithöfundur. Foreldrar: Óskar Thorarensen og kona hans Ingunn Eggertsdóttir Thorarensen, dóttir Eggerts Pálssonar alþingismanns. Börn: Ingunn (1955), Björn (1962), Björg (1966).

Stúdentspróf MA 1947. BA-próf í ensku og frönsku við Leeds-háskóla 1951. Framhaldsnám í frönsku og frönskum bókmenntum við Sorbonne-háskóla 1951–1952.

Kennari við Gagnfræðaskóla Akraness 1947–1948. Blaðamaður við Morgunblaðið 1952–1955. Stundakennari við Verslunarskóla Íslands 1952–1953, við Námsflokka Reykjavíkur 1953–1955 og 1956–1958. Kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Reykjavík 1956–1966. Stundakennari við Málaskólann Mími 1960–1961. Kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð frá 1967.

Borgarfulltrúi í Reykjavík 1970–1974. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1975–1979. Skipuð 1975 í nefnd um heilbrigðisþjónustu. Í menntamálaráði 1979–1983. Formaður Æðarræktarfélags Íslands frá 1983. Formaður Félags frönskukennara á Íslandi frá 1987.

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1974–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Vestfirðinga) mars–apríl 1980, mars–apríl, maí 1981, janúar–febrúar, apríl–maí 1982, varaþingmaður Vestfirðinga apríl–maí 1980, nóvember 1982 til febrúar 1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2023.

Áskriftir