Siv Friðleifsdóttir

Siv Friðleifsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1995–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Framsóknarflokkur).

Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999–2004. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2006–2007.

4. varaforseti Alþingis 2009–2011.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2007–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Ósló 10. ágúst 1962. Foreldrar: Friðleifur Stefánsson (fæddur 23. júlí 1933) tannlæknir og Björg Juhlin Árnadóttir (fædd 23. júní 1939) kennari. Synir: Húnbogi (1985), Hákon (1993).

Stúdentspróf MR 1982. BS-próf í sjúkraþjálfun HÍ 1986.

Sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 1986–1988. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 1988–1995. Samstarfsráðherra Norðurlanda 28. maí 1999 til 24. september 2004. Umhverfisráðherra 28. maí 1999 til 15. september 2004. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 7. mars 2006 til 24. maí 2007.

Í stjórn Badmintonsambands Íslands 1984–1985 og 1998–2001. Í samstarfsnefnd Norræna félagsins og Æskulýðssambands Íslands 1986–1995. Í sambandsstjórn Æskulýðssambands Íslands 1988–1990. Í framkvæmdastjórn Norræna félagsins 1989–1995. Í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 1990–1998. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1990–1992. Í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1990–1992. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1995. Ritari Framsóknarflokksins 2001–2006, í framkvæmdastjórn og landsstjórn einnig frá 2001. Í nefnd um velferð barna og unglinga 1992. Formaður nefndar um starfsmat sem leiðar til að minnka launamun kynjanna 1995–1999. Formaður byggingarnefndar nýs Barnaspítala Hringsins 1996–1999. Formaður nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum 1998–1999. Í eftirlitsnefnd Norræna fjárfestingarbankans 1995–1999.

Alþingismaður Reyknesinga 1995–2003, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Framsóknarflokkur).

Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999–2004. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2006–2007.

4. varaforseti Alþingis 2009–2011.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 2007–2009.

Utanríkismálanefnd 1995–1999, 2004–2006 og 2007–2009, heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1999 og 2004–2006, félagsmálanefnd 1995–1999 og 2004–2006 (formaður), sérnefnd um stjórnarskrármál 1996–1997, 2004–2006, 2007 og 2010–2011, efnahags- og viðskiptanefnd 2004–2006, allsherjarnefnd 2007–2009, heilbrigðisnefnd 2009–2011, velferðarnefnd 2011, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2013.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1995–1999 og 2007–2013, Íslandsdeild VES-þingsins 1995–1999, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2004–2006.

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir