Skúli Guðmundsson

Skúli Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1937–1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1969 (Framsóknarflokkur).

Atvinnumálaráðherra 1938–1939, fjármálaráðherra 1954.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Svertingsstöðum í Miðfirði 10. október 1900, dáinn 5. október 1969. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson (fæddur 26. mars 1875, dáinn 14. janúar 1923) bóndi þar og kona hans Magdalena Guðrún Einarsdóttir (fædd 18. júlí 1868, dáin 11. október 1929) húsmóðir. Maki 1 (23. júní 1929): Hólmfríður Jakobína Hallgrímsdóttir (fædd 10. janúar 1896, dáin 14. nóvember 1930) húsmóðir. Foreldrar: Hallgrímur Benediktsson og kona hans Guðný Bjarnadóttir. Maki 2 (7. júní 1940): Jósefína Antonía Helgadóttir, fædd Zoëga (fædd 30. júlí 1893, dáin 17. september 1974) húsmóðir. Foreldrar: Helgi Zoëga og kona hans Geirþrúður Zoëga, fædd Clausen, dóttir Holgers Clausens alþingismanns. Móðursystir Geirþrúðar H. Bernhöft varaþingmanns. Kjördóttir Skúla og Jósefínu: Guðrún (1943).

Verslunarskólapróf VÍ 1918.

Vann hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga 1915–1922. Kaupmaður á Hvammstanga 1924–1927 og rak jafnframt landbúnað. Starfsmaður hjá Akurgerði sf. í Hafnarfirði 1927–1930, hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík 1930–1933. Kaupfélagsstjóri á Hvammstanga 1934–1947. Skipaður 2. apríl 1938 atvinnumálaráðherra, fór einnig með heilbrigðismál, lausn 17. apríl 1939. Gegndi störfum fjármálaráðherra vegna veikindaforfalla 14. apríl til 8. september 1954.

Formaður innflutnings- og gjaldeyrisnefndar 1935–1937. Í milliþinganefnd um arðskiptafyrirkomulag í atvinnurekstri 1937. Í togaraútgerðarnefnd 1938. Í raforkunefnd 1942, í landsbankanefnd 1942–1957, í raforkuráði 1954–1957, í okurnefnd 1955, í milliliðagróðanefnd 1956, í yfirmatsnefnd um skatt á stóreignir 1957. Í bankaráði Landsbankans frá 1966 til æviloka.

Alþingismaður Vestur-Húnvetninga 1937–1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1969 (Framsóknarflokkur).

Atvinnumálaráðherra 1938–1939, fjármálaráðherra 1954.

Birti fjölmargar greinar í blöðum og tímaritum og ýmiss konar kveðskap.

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir