Skúli Thorarensen

Skúli Thorarensen

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1845–1850 (sat ekki þing nema 1845).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hlíðarenda í Fljótshlíð 28. mars 1805, dáinn 1. apríl 1872. Foreldrar: Vigfús Þórarinsson (fæddur 1. maí 1756, dáinn 13. apríl 1819) sýslumaður þar og kona hans Steinunn Bjarnadóttir (fædd 30. júlí 1763, dáin 9. febrúar 1828) húsmóðir. Tengdafaðir Ágústs Helgasonar alþingismanns. Maki 1 (29. september 1836): Sigríður Helgadóttir (fædd 14. apríl 1804, dáin 12. janúar 1852) húsmóðir. Foreldrar: Helgi Sigurðsson og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. Maki 2 (5. október 1852): Ragnheiður Þorsteinsdóttir (fædd 18. mars 1834, dáin 2. apríl 1913) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Helgason og kona hans Sigríður Pálsdóttir. Dóttir Skúla og Sigríðar: Ragnheiður (1838). Börn Skúla og Ragnheiðar: Þorsteinn (1853), Steinunn (1855), Sigríður (1856), Eggert (1857), Bjarni (1858), Ragnheiður (1860), Grímur (1862), Kristín (1862), Hannes (1864), Sigfús (1867), Ragnheiður (1868), Móeiður (1869). Sonur Skúla og Guðlaugar Þorsteinsdóttur: Jón (1842).

  Stúdent úr heimaskóla 1824. Handlækningapróf við Hið konunglega kírúrgíska akademí í Kaupmannahöfn 1834.

  Bóndi á Hlíðarenda árin fyrir læknisnám. Skipaður 1834 læknir í austurhéraði suðuramtsins, lausn 1869, sat að Móeiðarhvoli. Prófdómari við læknapróf 1865 og 1867–1869.

  Alþingismaður Rangæinga 1845–1850 (sat ekki þing nema 1845).

  Æviágripi síðast breytt 22. mars 2016.