Snorri Pálsson

Snorri Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Eyfirðinga 1874–1880.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 4. febrúar 1840, dáinn 13. febrúar 1883. Foreldrar: Páll Jónsson (fæddur 27. ágúst 1812, dáinn 8. desember 1889) síðast prestur í Viðvík og 1. kona hans Kristín Þorsteinsdóttir (fædd 20. júlí 1810, dáin 14. maí 1866) húsmóðir. Bróðir Kristínar 1. kona Einars B. Guðmundssonar alþingismanns. Maki (22. september 1865): Margrét Ólafsdóttir (fædd 30. júlí 1839, dáin 17. júní 1926) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Gottskálksson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Börn: Eggert (1866), Kristín (1867), Sigurlaug (1869), Páll (1870), Ólafur (1873), Einar (1875), Gamalíel (1879).

  Verslunarmaður á Skagaströnd og Hofsósi. Verslunarstjóri á Siglufirði frá 1864 til æviloka. Var brautryðjandi um síldveiðar í nót og niðursuðu matvæla ásamt Einari B. Guðmundssyni mági sínum.

  Alþingismaður Eyfirðinga 1874–1880.

  Æviágripi síðast breytt 23. mars 2016.