Stefán Eiríksson

Stefán Eiríksson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1858–1874 og 1880–1884, alþingismaður Skaftfellinga 1874–1880.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hoffelli í Nesjum 17. maí 1817, dáinn 12. september 1884. Foreldrar: Eiríkur Benediktsson (fæddur um 1774, dáinn 12. mars 1841) bóndi þar og kona hans Þórunn Jónsdóttir (fædd 1774, dáin 23. apríl 1858) húsmóðir. Maki (5. maí 1841): Guðrún Einarsdóttir (fædd 30. desember 1820, dáin 7. janúar 1897) húsmóðir. Foreldrar: Einar Högnason og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir. Börn: Björn (1843), Halldóra (1844), Einar (1846), Eiríkur (1848), Ástríður (1849).

  Bóndi í Árnanesi frá 1841 til æviloka.

  Hreppstjóri í Nesjahreppi.

  Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1858–1874 og 1880–1884, alþingismaður Skaftfellinga 1874–1880.

  Æviágripi síðast breytt 23. mars 2016.