Stefán Gunnlaugsson

Stefán Gunnlaugsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1971–1974 (Alþýðuflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 16. desember 1925, dáinn 23. mars 2016. Foreldrar: Gunnlaugur Stefán Stefánsson (fæddur 17. nóvember 1892, dáinn 22. ágúst 1985) kaupmaður þar og kona hans Snjólaug Guðrún Árnadóttir (fædd 7. mars 1898, dáin 30. desember 1975) húsmóðir. Faðir Finns Torfa alþingismanns, Guðmundar Árna alþingismanns og ráðherra og Gunnlaugs alþingismanns Stefánssona. Maki (9. apríl 1949): Margrét Guðmundsdóttir (fædd 18. júlí 1927, dáin 13. mars 2013) einkaritari og húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Magnússon og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir. Börn: Snjólaug Guðrún (1951), Gunnlaugur (1952), Guðmundur Árni (1955), Ásgeir Gunnar (1969). Sonur Stefáns og Gróu Finnsdóttur: Finnur Torfi (1947).

Verslunarskólapróf VÍ 1945. Nám við City of London College 1946–1947 og við University College, Exeter, Englandi, í stjórnfræði 1947–1949.

Starfsmaður í Útvegsbankanum 1945–1946. Fulltrúi í Tryggingastofnun ríkisins 1949–1954. Bæjarstjóri í Hafnarfirði 1954–1962. Fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu 1962–1963, deildarstjóri útflutningsdeildar 1963–1982. Viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í London 1982–1987. Deildarstjóri útflutningsskrifstofu utanríkisráðuneytisins og síðar skrifstofustjóri 1987–1991.

Formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 1949–1951. Bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1950–1954 og 1970–1974, forseti bæjarstjórnar 1970–1974. Endurskoðandi Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1950–1954. Í miðstjórn Alþýðuflokksins 1950–1960. Í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1954–1963. Í hafnarnefnd 1954–1962. Í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1960–1966 og 1970–1971. Framkvæmdastjóri Gatnagerðarinnar sf. 1963–1966. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1972. Sótti fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1973.

Landskjörinn alþingismaður 1971–1974 (Alþýðuflokkur).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir