Stefán Jónsson

Stefán Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Eyfirðinga 1845–1850 og 1852–1874. Þjóðfundarmaður Skagfirðinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hlöðum á Þelamörk 24. september 1802, dáinn 11. október 1890. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 1766, dáinn 17. janúar 1843) síðar bóndi í Lögmannshlíð og kona hans Þórey Stefánsdóttir (fædd 1774, dáin 10. apríl 1845) húsmóðir. Maki 1 (10. október 1829): Sigríður Árnadóttir (fædd 18. maí 1805, dáin 30. september 1851) húsmóðir. Foreldrar: Árni Árnason og kona hans Sigríður Benediktsdóttir. Maki 2 (21. júní 1856): Rannveig Hallgrímsdóttir (fædd 1802, dáin 15. desember 1874) húsmóðir. Foreldrar: Hallgrímur Þorsteinsson og kona hans Rannveig Jónasdóttir. Börn Stefáns og Sigríðar: Þórey (1832), Árni (1833).

  Bóndi á Syðri-Reistará 1823–1856, á Steinsstöðum í Öxnadal frá 1856 til æviloka.

  Umboðsmaður Vaðlaþingsjarða 1844–1887. Hreppstjóri í Arnarneshreppi 1840–1855.

  Alþingismaður Eyfirðinga 1845–1850 og 1852–1874. Þjóðfundarmaður Skagfirðinga 1851.

  Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.