Stefán Jónsson

Stefán Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1974–1983 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) mars–apríl og október— nóvember 1972 og janúar–febrúar 1974.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hálsi í Geithellnahreppi 9. maí 1923, dáinn 16. september 1990. Foreldrar: Jón Stefánsson (fæddur 15. nóvember 1891, dáinn 14. febrúar 1941) síðar skólastjóri á Djúpavogi og kona hans Marselína Pálsdóttir (fædd 26. júlí 1887, dáin 13. apríl 1974) kennari. Maki 1 (21. júlí 1945): Sólveig Halldórsdóttir (fædd 4. október 1920, dáin 17. mars 1982) húsmóðir. Foreldrar: Halldór Auðunsson og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir. Maki 2: Kristjana Sigurz (fædd 18. ágúst 1922, dáin 10. maí 2007) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Sigurz og Guðbjörg Sigurz. Börn Stefáns og Sólveigar: Helga (1945), Jón (1946), Hjörleifur (1947), Kári (1949), Halldór (1950). Dóttir Stefáns og Guðrúnar Laxdal (móður Ragnars Arnalds alþingismanns og ráðherra): Elín (1953). Dóttir Stefáns og Jórunnar Ástu Hannesdóttur: Hanna (1964).

Nám í Samvinnuskólanum 1941–1942. Fréttamaður við Ríkisútvarpið 1946–1965, dagskrárfulltrúi þar 1965–1973. Kennari við Héraðsskólann á Laugum 1973–1974.

Í tryggingaráði 1978–1987, formaður 1980–1983. Í Rannsóknaráði ríkisins 1978–1983. Í Norðurlandaráði 1980–1983. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1975–1976 og 1979–1983. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1978.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1974–1983 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands eystra) mars–apríl og október— nóvember 1972 og janúar–febrúar 1974.

Rithöfundur, samdi bækur ýmislegs efnis: frásagnir og viðtalsbækur, rit um stangarveiði o. fl. Bókin Að breyta fjalli kom út 1987 og bókin Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng kom út 1989.

Ritstjóri: Útvarpstíðindi (1949). Úrval (1960).

Æviágripi síðast breytt 14. apríl 2020.