Stefán Jóh. Stefánsson

Stefán Jóh. Stefánsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1934–1937 og (Eyfirðinga) 1946–1953, alþingismaður Reykvíkinga 1942–1946 (Alþýðuflokkur).

Félagsmálaráðherra 1939–1941, utanríkis- og félagsmálaráðherra 1941–1942, forsætis- og félagsmálaráðherra 1947–1949.

1. varaforseti neðri deildar 1934–1937, 1. varaforseti sameinaðs þings 1944–1947.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Dagverðareyri við Eyjafjörð 20. júlí 1894, dáinn 20. október 1980. Foreldrar: Stefán Ágúst Oddsson (fæddur 18. ágúst 1850, dáinn 10. júní 1894) bóndi þar og kona hans Ólöf Árnadóttir (fædd 23. maí 1851, dáin 17. janúar 1940) húsmóðir. Maki (5. október 1927): Helga Björnsdóttir (fædd 28. ágúst 1903, dáin 28. júní 1970) húsmóðir. Foreldrar: Björn Ólafsson Ólafs og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir Ólafs. Synir: Stefán Valur (1929), Björn (1934), Ólafur (1940).

Stúdentspróf MR 1918. Lögfræðipróf HÍ 1922. Hrl. 1926. Kynnti sér félagsmálalöggjöf á Norðurlöndum 1928 með styrk úr sáttmálasjóði.

Starfsmaður bæjarfógetans í Reykjavík á háskólaárum sínum og til haustsins 1923. Fulltrúi hjá Jóni Ásbjörnssyni hæstaréttarlögmanni 1922–1925. Stofnaði 1925 málaflutningsskrifstofu í Reykjavík og rak hana með öðrum málaflutningsmönnum til 1945. Skipaður 17. apríl 1939 félagsmálaráðherra og fór jafnframt með utanríkismál, lausn 7. nóvember 1941, en gegndi störfum til 18. nóvember. Skipaður 18. nóvember 1941 utanríkis- og félagsmálaráðherra, lausn 17. janúar 1942. Framkvæmdastjóri Brunabótafélags Íslands 1945–1957. Skipaður 4. febrúar 1947 forsætis- og félagsmálaráðherra, lausn 2. nóvember 1949, en gegndi störfum til 6. desember. Skipaður 1957 sendiherra í Danmörku, jafnframt sendiherra í Írlandi og frá 1958 sendiherra í Tyrklandi, lausn 1965.

Í miðstjórn Alþýðuflokksins 1924–1940. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1924–1942, í bæjarráði frá 1932. Formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 1927–1929. Átti sæti í menntamálaráði 1928–1934. Í bankaráði Útvegsbankans 1930–1957, formaður þess frá 1935. Skip. 1934 í lögfræðinganefnd til að semja nýja réttarfarslöggjöf, 1935 í Norðurlandanefnd um fjármál og viðskiptamál. Í stjórn Byggingarsjóðs verkamanna 1935–1957, í tryggingaráði 1936–1939, formaður. Formaður Norræna félagsins 1936–1952. Formaður Alþýðuflokksins 1938–1952, forseti Alþýðusambandsins 1939–1940. Kosinn 1938 í dansk-íslenska ráðgjafarnefnd, 1942 í stjórnarskrárnefnd. Fulltrúi Íslands á fiskimálaráðstefnu í London í október 1943. Skipaður 1945 í samninganefnd um sænsk-íslensk viðskipti og kosinn í skiptanefnd skáldastyrks og listamanna. Í dansk-íslenskri samninganefnd vegna sambandsslitanna 1945–1946 og í Þingvallanefnd 1946–1950. Í Norðurlandaráði 1953. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1950–1957.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1934–1937 og (Eyfirðinga) 1946–1953, alþingismaður Reykvíkinga 1942–1946 (Alþýðuflokkur).

Félagsmálaráðherra 1939–1941, utanríkis- og félagsmálaráðherra 1941–1942, forsætis- og félagsmálaráðherra 1947–1949.

1. varaforseti neðri deildar 1934–1937, 1. varaforseti sameinaðs þings 1944–1947.

Ritstjóri: Ritaði Minningar í tveim bindum, sem komu út 1966 og 1967.

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Áskriftir