Stefán Stefánsson

Stefán Stefánsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1937–1942 (Bændaflokkurinn), alþingismaður Eyfirðinga 1947–1953 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Eyfirðinga janúar–febrúar 1947.

Æviágrip

Fæddur í Fagraskógi á Galmaströnd 1. ágúst 1896, dáinn 8. október 1955. Foreldrar: Stefán Baldvin Stefánsson (fæddur 29. júní 1863, dáinn 25. maí 1925) bóndi þar og alþingismaður og kona hans Ragnheiður Davíðsdóttir (fædd 23. nóvember 1864, dáin 29. október 1937) húsmóðir. Maki (29. ágúst 1931): Þóra Magnea Magnúsdóttir (fædd 8. febrúar 1895, dáin 3. maí 1980) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Vigfússon og kona hans Steinunn Sigurðardóttir. Börn: Stefán (1932), Þóra (1933), Magnús Vilhelm (1934), Ragnheiður Valgerður (1936).

Stúdentspróf MR 1918. Lögfræðipróf HÍ 1923.

Fulltrúi bæjarfógetans í Reykjavík 1923–1925. Tók við búi föður síns í Fagraskógi að honum látnum, en gegndi jafnframt fulltrúastarfi hjá bæjarfógetanum á Akureyri um hríð. Bóndi í Fagraskógi frá 1925 til æviloka.

Hreppstjóri í Arnarneshreppi frá 1926 til æviloka. Átti sæti í sauðfjársjúkdómanefnd frá 1942 til æviloka og í búnaðarráði og verðlagsnefnd landbúnaðarafurða 1945–1947.

Landskjörinn alþingismaður (Eyfirðinga) 1937–1942 (Bændaflokkurinn), alþingismaður Eyfirðinga 1947–1953 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Eyfirðinga janúar–febrúar 1947.

Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.