Stefán Thordersen

Stefán Thordersen

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1865–1869.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Odda á Rangárvöllum 5. júní 1829, dáinn 3. apríl 1889. Foreldrar: Helgi Thordersen (fæddur 7. apríl 1794, dáinn 4. desember 1867) alþingismaður og kona hans Ragnheiður Stefánsdóttir Stephensen (fædd 19. janúar 1795, dáin 28. maí 1866) húsmóðir. Tengdafaðir Hannesar Hafsteins alþingismanns og ráðherra. Mágur Sigurðar Melsteðs alþingismanns. Maki (4. maí 1865): Sigríður Ólafsdóttir Stephensen (fædd 24. ágúst 1831, dáin 29. mars 1919) húsmóðir, áður 2. kona Péturs Havsteins alþingismanns. Foreldrar: Ólafur Stephensen og 2. kona hans Marta Stefánsdóttir Stephensen. Börn: Helgi (1869), Ragnheiður (1871), Ólafur (1873).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1846. Lagði stund á lögfræði í Hafnarháskóla allmörg ár, en tók ekki próf.

    Varð aðstoðarmaður Magnúsar Stephensens sýslumanns í Rangárvallasýslu 1857 og settur sýslumaður þar síðan til 1859, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum 1860–1861. Prestur í Kálfholti 1864–1876. Fluttist þá í Kálfholtshjáleigu, en fékk Ofanleiti í Vestmannaeyjum 1885 og hélt til æviloka.

    Alþingismaður Vestmanneyinga 1865–1869.

    Æviágripi síðast breytt 30. júní 2016.

    Áskriftir