Steindór Steindórsson

Steindór Steindórsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Ísafjarðar) 1959 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Akureyrar) maí 1947.

2. varaforseti neðri deildar 1959.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 12. ágúst 1902, dáinn 26. apríl 1997. Foreldrar: Jónas Steindór Jónasson (fæddur 27. maí 1872, dáinn 9. mars 1902) verslunarmaður á Þrastarhóli og Kristín Jónsdóttir (fædd 19. júní 1866, dáin 10. febrúar 1956) ráðskona á Möðruvöllum. Maki (14. júlí 1934): Kristbjörg Dúadóttir (fædd 3. desember 1899, dáin 16. ágúst 1974) húsmóðir. Foreldrar: Dúi Benediktsson og kona hans Aldís Jónsdóttir. Kjörsonur (sonur Kristbjargar): Gunnar (1923).

Stúdentspróf MR 1925. Nam náttúrufræði í Hafnarháskóla 1925–1930, var þó eitt ár frá námi vegna veikinda. Lauk fyrri hluta meistaraprófs í grasafræði 1930. Framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Ósló 1951. Heiðursdoktor HÍ 1981.

Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1930–1966, skólameistari 1966–1972. Vann að gróðurrannsóknum á sumrum frá 1930–1976.

Fulltrúi Íslands á þingi norrænna náttúrufræðinga í Helsingfors 1936. Formaður Norræna félagsins á Akureyri 1939–1941 og 1956–1973. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1946–1958. Formaður Ræktunarfélags Norðurlands 1952–1971. Ráðunautur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 1955–1967. Dvaldist þrjá mánuði í Bandaríkjunum 1956 í boði Bandaríkjastjórnar og flutti fyrirlestra við háskóla þar. Héraðssáttasemjari 1957–1971. Vann vestan hafs sumarið 1958 að söfnun heimilda að æviskrám Vestur-Íslendinga. Formaður Alþýðuflokksfélags Akureyrar 1962–1964. Sat ráðstefnu í Sviss 1962 á vegum OECD um endurbætur á líffræðikennslu í menntaskólum. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965. Í endurskoðunarnefnd menntaskólalaga 1967–1969. Í samstarfsnefnd menntaskólanna 1969–1972. Grasafræðiráðunautur við gróðurkortagerð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Grænlandi 1977–1981.

Landskjörinn alþingismaður (Ísafjarðar) 1959 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Akureyrar) maí 1947.

2. varaforseti neðri deildar 1959.

Höfundur margra fræðirita og ritgerða, einkum um náttúru Íslands og þætti úr sögu lands og þjóðar. Mikilvirkur þýðandi, einkum ferðabóka um Ísland. Sjálfsævisaga í tveim bindum: Sól ég sá, kom út 1982–1983.

Ritstjóri: Ferðir (1940–1941). Heima er best (1956–1988). Flóra (1963–1968). Alþýðumaðurinn (1964–1965). Reykjalundur (1966).

Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.

Áskriftir