Steingrímur Aðalsteinsson

Steingrímur Aðalsteinsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Akureyrar) 1942–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Forseti efri deildar 1942–1946.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Mýrarlóni í Glæsibæjarhreppi 13. janúar 1903, dáinn 20. desember 1993. Foreldrar: Aðalsteinn Hallgrímsson (fæddur 14. janúar 1882, dáinn 27. ágúst 1914) húsmaður þar og kona hans Kristbjörg Þorsteinsdóttir (fædd 11. nóvember 1869, dáin 10. apríl 1947). Maki 1 (17. september 1932): Ingibjörg Guðrún Eiríksdóttir (fædd 23. febrúar 1892, dáin 13. desember 1972) kennari. Þau skildu. Foreldrar: Eiríkur Jónsson og kona hans Ingunn Gunnlaugsdóttir. Maki 2 (17. apríl 1948): Sigríður Jensína Þóroddsdóttir (fædd 13. nóvember 1915, dáin 4. desember 1999) húsmóðir. Foreldrar: Þóroddur Davíðsson og kona hans María Bjarnadóttir. Kjördóttir Steingríms og Ingibjargar: Gunnlaug Björk (1936). Börn Steingríms og Sigríðar: Kristbjörg (1950), Sólveig Bjarnheiður (1954), Aðalsteinn (1956). Stjúpsonur Steingríms, sonur Sigríðar: Rögnvaldur Reinharð Andrésson (1946).

Gagnfræðapróf Akureyri 1924.

Vinnumaður á Gilsá og Æsustöðum í Eyjafirði til 1922. Daglaunamaður í Glerárþorpi 1922–1932, á Akureyri 1932–1949. Fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði þar leigubílaakstur til 1983. Fulltrúi í skrifstofu verðlagsstjóra 1957–1965.

Bæjarfulltrúi á Akureyri 1934–1950.

Landskjörinn alþingismaður (Akureyrar) 1942–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn).

Forseti efri deildar 1942–1946.

Ritstjóri: Verkamaðurinn (1933–1934).

Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.

Áskriftir