Steingrímur Pálsson

Steingrímur Pálsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1967–1971 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Vestfirðinga apríl–maí 1964, maí 1965 og febrúar 1967.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Garðarbyggð í Pembina í Norður-Dakota 29. maí 1918, dáinn 10. mars 1981. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 29. ágúst 1884, dáinn 15. júlí 1949) prestur þar, síðar í Bolungarvík og kona hans Þorbjörg Steingrímsdóttir (fædd 8. desember 1885, dáin 18. nóvember 1962) húsmóðir. Maki (16. júlí 1942): Lára Helgadóttir (fædd 3. janúar 1924, dáin 17. ágúst 1979) símritari og loftskeytamaður. Foreldrar: Helgi Ketilsson og kona hans Lára Tómasdóttir. Börn: Helgi (1943), Þórir (1946), Hólmfríður (1954).

Gagnfræðapróf Reykjavík 1938. Loftskeyta- og símritunarpróf 1941 við símritunarskólann í Reykjavík.

Hóf 1930 starf hjá Landssíma Íslands í Reykjavík sem sendisveinn, yfirmaður skeytasendinga þar 1933. Símritari 1941–1952, lengst af í Reykjavík. Jafnframt starfsmaður í skrifstofu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1945–1946. Kennari við símritunarskólann í Reykjavík 1947–1948. Umdæmisstjóri Pósts og síma á Brú í Hrútafirði 1952–1974. Skrifstofustjóri ritsímans í Reykjavík 1974–1977.

Formaður Félags íslenskra símamanna 1946, 1947–1949 og 1950.

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1967–1971 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Vestfirðinga apríl–maí 1964, maí 1965 og febrúar 1967.

Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.