Steingrímur Pálsson

Steingrímur Pálsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1967–1971 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Vestfirðinga apríl–maí 1964, maí 1965 og febrúar 1967.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Garðarbyggð í Pembina í Norður-Dakota 29. maí 1918, dáinn 10. mars 1981. Foreldrar: Páll Sigurðsson (fæddur 29. ágúst 1884, dáinn 15. júlí 1949) prestur þar, síðar í Bolungarvík og kona hans Þorbjörg Steingrímsdóttir (fædd 8. desember 1885, dáin 18. nóvember 1962) húsmóðir. Maki (16. júlí 1942): Lára Helgadóttir (fædd 3. janúar 1924, dáin 17. ágúst 1979) símritari og loftskeytamaður. Foreldrar: Helgi Ketilsson og kona hans Lára Tómasdóttir. Börn: Helgi (1943), Þórir (1946), Hólmfríður (1954).

Gagnfræðapróf Reykjavík 1938. Loftskeyta- og símritunarpróf 1941 við símritunarskólann í Reykjavík.

Hóf 1930 starf hjá Landssíma Íslands í Reykjavík sem sendisveinn, yfirmaður skeytasendinga þar 1933. Símritari 1941–1952, lengst af í Reykjavík. Jafnframt starfsmaður í skrifstofu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 1945–1946. Kennari við símritunarskólann í Reykjavík 1947–1948. Umdæmisstjóri Pósts og síma á Brú í Hrútafirði 1952–1974. Skrifstofustjóri ritsímans í Reykjavík 1974–1977.

Formaður Félags íslenskra símamanna 1946, 1947–1949 og 1950.

Landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1967–1971 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Vestfirðinga apríl–maí 1964, maí 1965 og febrúar 1967.

Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.

Áskriftir