Steinþór Gestsson

Steinþór Gestsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1967–1978 og 1979–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands apríl 1964, nóvember 1978 og febrúar–mars 1979, landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) nóvember–desember 1978.

2. varaforseti sameinaðs þings 1980–1983.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hæli í Gnúpverjahreppi 31. maí 1913, dáinn 4. september 2005. Foreldrar: Gestur Einarsson (fæddur 2. júní 1880, dáinn 23. nóvember 1918) bóndi þar, bróðir Eiríks Einarssonar alþingismanns og móðurbróðir Einars Ingimundarsonar alþingismanns, og kona hans Margrét Gísladóttir (fædd 30. september 1885, dáin 7. júní 1969) húsmóðir og bóndi á Hæli eftir eiginmann sinn. Maki (12. júní 1937): Steinunn Matthíasdóttir (fædd 8. október 1912, dáin 6. febrúar 1990) húsmóðir, föðursystir Ólafs Arnar Haraldssonar alþingismanns. Foreldrar: Matthías Jónsson og kona hans Jóhanna Bjarnadóttir. Börn: Jóhanna (1938), Gestur (1941), Aðalsteinn (1943), Margrét (1946), Sigurður (1954).

Gagnfræðapróf MA 1933.

Bóndi á Hæli 1937–1974.

Í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps 1938–1974, oddviti 1946–1974. Í sýslunefnd 1946–1970 og 1974–1978. Endurskoðandi reikninga sveitarsjóða í Árnessýslu 1950–1970. Formaður Landssambands hestamannafélaga 1951–1963. Formaður vélanefndar ríkisins 1963–1972. Í Þingvallanefnd 1970–1979 og 1980–1984. Skipaður 1971 í sjúkrasamlaganefnd, 1975 í ábúðarlaganefnd og áburðarverksmiðjunefnd. Formaður byggingarnefndar þjóðveldisbæjar 1974. Í stjórn Stóðhestastöðvar ríkisins 1979–1995. Í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1979–1991. Í stjórn Framkvæmdastofnunar 1980–1983. Í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins 1981–1986, formaður frá 1983.

Alþingismaður Suðurlands 1967–1978 og 1979–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands apríl 1964, nóvember 1978 og febrúar–mars 1979, landskjörinn varaþingmaður (Suðurlands) nóvember–desember 1978.

2. varaforseti sameinaðs þings 1980–1983.

Hefur skrifað rit og greinar um sunnlenskar byggðir, landssamtök hestamanna og MA-kvartettinn o. fl.

Ritstjóri: Suðurland (1979).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.