Bergur Jónsson

Bergur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Barðstrendinga 1931–1942 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 24. september 1898, dáinn 18. október 1953. Foreldrar: Jón Jensson (fæddur 23. nóvember 1855, dáinn 25. júní 1915) alþingismaður, sonur Jens Sigurðssonar þjóðfundarmanns, og kona hans Sigríður Hjaltadóttir Thorberg (fædd 18. september 1860, dáin 11. janúar 1950) húsmóðir. Maki 1 (13. júní 1925): Guðbjörg Lilja Jónsdóttir (fædd 10. júlí 1903, dáin 18. mars 1932) húsmóðir. Foreldrar: Jón Erlendsson og kona hans Þórdís Sveinsdóttir. Maki 2 (17. apríl 1934): Ólafía Valdemarsdóttir (fædd 8. febrúar 1906, dáin 26. febrúar 1981) húsmóðir. Foreldrar: Valdemar Loftsson og kona hans Ólafía Magnúsdóttir. Börn Bergs og Lilju: Sigríður Þórdís (1924), Jón (1927), Þórir (1929).

Stúdentspróf MR 1919. Lögfræðipróf HÍ 1923. Hdl. 1947. Hrl. 1953.

Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1923–1927. Sýslumaður Barðastrandarsýslu 1927–1935, sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði 1935–1945. Skipaður sakadómari í Reykjavík 1945, vikið frá embætti um stundarsakir 15. október 1946, settur í embættið aftur 28. janúar 1947, lausn 9. apríl 1947. Rak lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 19. maí 1947 til æviloka.

Formaður milliþinganefndar í kjördæmaskipunarmálinu 1931. Formaður lögfræðinefndar um réttarfarslöggjöf 1934. Átti sæti í milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðar 1938. Í landskjörstjórn 1943–1953.

Alþingismaður Barðstrendinga 1931–1942 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 11. ágúst 2020.

Áskriftir