Sturla Böðvarsson

Sturla Böðvarsson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1991–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands febrúar–mars 1984, apríl, október–nóvember 1985, apríl 1986, nóvember–desember 1987, landskjörinn varaþingmaður janúar–febrúar 1987.

Samgönguráðherra 1999–2007.

2. varaforseti Alþingis 1991–1992 og 1995–1999, 4. varaforseti Alþingis 1992–1995, forseti Alþingis 2007–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Ólafsvík 23. nóvember 1945. Foreldrar: Böðvar Bjarnason (fæddur 30. mars 1911, dáinn 15. maí 1986) byggingameistari í Ólafsvík og kona hans Elínborg Ágústsdóttir (fædd 17. september 1922, dáin 6. mars 2002) húsmóðir og starfsmaður leikskóla. Maki (19. nóvember 1967): Hallgerður Gunnarsdóttir (fædd 13. desember 1948) lögfræðingur. Foreldrar: Gunnar Guðbjartsson varaþingmaður og kona hans Ásthildur Teitsdóttir. Börn: Gunnar (1967), Elínborg (1968), Ásthildur (1974), Böðvar (1983), Sigríður Erla (1992).

Gagnfræðapróf Skógaskóla 1961. Sveinspróf í húsasmíði Iðnskólanum í Reykjavík 1966, húsasmíðameistari. Raungreinapróf Tækniskóla Íslands 1970. B.Sc.-próf í byggingatæknifræði Tækniskóla Íslands 1973.

Vann með námi við húsbyggingar hjá föður sínum í Ólafsvík. Störf á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen 1971–1974. Sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi 1974–1991. Stundakennari við Iðnskólann í Stykkishólmi 1978–1985. Skipaður 28. maí 1999 samgönguráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 samgönguráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí. Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Snæfellinga 2011–2014 og bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar 2014–2018.

Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1967–1971. Í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1970–1972. Í stjórn kjaradeildar Tæknifræðingafélagsins 1973–1974. Formaður byggingarnefndar elliheimilis og grunnskóla- og íþróttahúss í Stykkishólmi 1975–1991. Í stjórn sjúkrahúss St. Franciskusreglunnar og heilsugæslustöðvar Stykkishólms 1975–1999. Í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978–1990, í byggingar- og skipulagsnefnd Stykkishólmsbæjar 1978–1991 og í endurskoðunarnefnd sveitarstjórnarlaga 1980–1983. Í stjórn Hótels Stykkishólms 1980–1995. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Snæfellsnesi 1981–1983. Formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 1981–1982. Í byggingarnefnd sjúkrahúss St. Franciskusreglunnar 1981–1999. Formaður stjórnar landshafnar í Rifi 1984–1990 og í Hafnaráði ríkisins 1986–1999. Í stjórn Flóabátsins Baldurs hf. 1987–1990. Í húsfriðunarnefnd ríkisins 1987–1995. Formaður stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga 1988–1994. Formaður héraðsnefndar Snæfellinga 1989–1991 og í bæjarstjórn Stykkishólms 1990–1994. Í stjórn Íslenska járnblendifélagsins 1992–1998. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem fulltrúi þingflokksins síðan 1994. Formaður þjóðminjaráðs 1994–1998 og formaður byggingarnefndar Þjóðminjasafns Íslands á sama tíma. Formaður nefndar um stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Í stjórn Landsvirkjunar 1995–1997. Í nærsvæðanefnd Norðurlandaráðs 1995–1999. Í stjórn Rariks 1997–1999. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1998.

Alþingismaður Vesturlands 1991–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands febrúar–mars 1984, apríl, október–nóvember 1985, apríl 1986, nóvember–desember 1987, landskjörinn varaþingmaður janúar–febrúar 1987.

Samgönguráðherra 1999–2007.

2. varaforseti Alþingis 1991–1992 og 1995–1999, 4. varaforseti Alþingis 1992–1995, forseti Alþingis 2007–2009.

Fjárlaganefnd 1991–1999 (varaformaður 1992–1999), samgöngunefnd 1991–1995 og 2009, sérnefnd um fjárreiður ríkisins 1995–1997, sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1995–1999.

Ritstjóri: Ritstjóri: Snæfell, blað sjálfstæðismanna á Vesturlandi (1983–1999).

Æviágripi síðast breytt 15. apríl 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir