Sveinbjörn Hallgrímsson

Sveinbjörn Hallgrímsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Borgfirðinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Görðum á Akranesi 26. (kirkjubók: 25.) september 1814, dáinn 1. janúar 1863. Foreldrar: Hallgrímur Jónsson (fæddur 1. maí 1758, dáinn 16. september 1825) prestur þar og 2. kona hans Guðrún Egilsdóttir (fædd 14. febrúar 1784, dáin 13. mars 1863) húsmóðir. Maki 1 (12. júní 1843): Sigríður Pétursdóttir (fædd 27. desember 1817, dáin 28. febrúar 1847) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Ottesen og kona hans Þórunn Stefánsdóttir Scheving. Maki 2 (20. júlí 1850): Margrét Narfadóttir (fædd 15. ágúst 1819, dáin 14. júlí 1887) húsmóðir. Foreldrar: Narfi Erlendsson og kona hans Kristín Ásmundardóttir. Sonur Sveinbjarnar og Sigríðar: Hallgrímur Scheving (1846). Börn Sveinbjarnar og Margrétar: Sigríður (1849), Kristín Helga (1855), Gréta María (1856), Steingrímur Scheving (1859), Sveinbjörn Gestur (1861).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1834.

  Var fimm ár á Eyvindarstöðum hjá Sveinbirni Egilssyni móðurbróður sínum og kenndi á vetrum, því næst hjá séra Hannesi Stephensen á Ytra-Hólmi. Vígðist 1842 aðstoðarprestur séra Péturs Jónssonar á Kálfatjörn og bjó um hríð í Halakoti. Settur prestur um skeið í Reykjavík í utanför Helga Thordersens biskups. Stofnaði vikublaðið Þjóðólf. Aðstoðarprestur séra Hallgríms Thorlaciusar á Hrafnagili 1855–1860. Fékk Glæsibæ 1860 og hélt til æviloka.

  Þjóðfundarmaður Borgfirðinga 1851.

  Samdi kennslubækur og hugvekjur.

  Ritstjóri: Þjóðólfur (1848–1852). Ingólfur (1853–1855).

  Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.