Sveinn Guðmundsson

Sveinn Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1965– 1967, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1967–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga maí–júní 1958, október–nóvember og desember 1963 og október–desember 1964.

Æviágrip

Fæddur á Eyrarbakka 27. ágúst 1912, dáinn 21. mars 1988. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson (fæddur 9. október 1849, dáinn 24. apríl 1937) bóksali þar og 2. kona hans Snjólaug Jakobína Sveinsdóttir (fædd 7. maí 1876, dáin 2. febrúar 1966) húsmóðir. Maki 1 (18. desember 1937): Kristín Helga Markúsdóttir (fædd 19. júní 1918, dáin 6. ágúst 1971) húsmóðir. Foreldrar: Markús Ívarsson og kona hans Kristín Andrésdóttir. Maki 2 (30. maí 1973): Anna Erlendsdóttir (fædd 13. september 1922, dáin 21. desember 2006) húsmóðir. Foreldrar: Erlendur Eyjólfsson og kona hans Halldóra Jónsdóttir. Börn Sveins og Helgu: Sverrir (1939), Birna (1941), Markús (1943), Kristín (1945), Snjólaug (1949), Guðmundur Sveinn (1954).

Vélfræðipróf Tekniska Institutet í Stokkhólmi 1936.

Vélfræðingur við Vélsmiðjuna Héðin í Reykjavík 1936–1943, forstjóri og meðeigandi frá 1943 til æviloka. Jafnframt forstjóri Stálsmiðjunnar og Járnsteypunnar frá 1943.

Í bankaráði Iðnaðarbankans 1951–1970. Í stjórn Iðnaðarmálastofnunar Íslands 1956–1962. Formaður stjórnar Sýningarsamtaka atvinnuveganna frá stofnun 1957–1966. Í Rannsóknaráði ríkisins 1965–1971. Skipaður 1970 í nefnd til að semja frumvarp um Sementsverksmiðju ríkisins.

Alþingismaður Reykvíkinga 1965– 1967, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1967–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga maí–júní 1958, október–nóvember og desember 1963 og október–desember 1964.

Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.