Sveinn Níelsson

Sveinn Níelsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Húnvetninga 1851. Alþingismaður Snæfellinga 1864–1869.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Kleifum í Gilsfirði 14. ágúst 1801, dáinn 17. janúar 1881. Foreldrar: Níels Sveinsson (fæddur um 1764, dáinn 22. júní 1810) bóndi þar og kona hans Sesselja Jónsdóttir (fædd um 1771, dáin 22. nóvember 1867) húsmóðir. Faðir Hallgríms Sveinssonar biskups og alþingismanns, tengdafaðir Björns Jónssonar alþingismanns og ráðherra, afi Sveins Björnssonar forseta Íslands og alþingismanns. Maki 1 (21. ágúst 1827): Guðný Jónsdóttir (fædd 20. apríl 1804, dáin 11. janúar 1836) húsmóðir og skáldkona. Þau skildu. Foreldrar: Jón Jónsson og 2. kona hans Þorgerður Runólfsdóttir. Systir Björns Jónssonar þjóðfundarmanns. Maki 2 (4. október 1836): Guðrún Jónsdóttir (fædd 27. mars 1807, dáin 10. júní 1873) húsmóðir Foreldrar: Jón Pétursson og kona hans Elísabet Björnsdóttir. Systir Halldórs og Ólafs alþingismanna Jónssona og mágkona Þórarins Böðvarssonar alþingismanns. Börn Sveins og Guðnýjar: Jón Aðalsteinn (1830), Sigríður (1831). Börn Sveins og Guðrúnar: Elísabet Guðný (1839), Hallgrímur (1841), Jón (1843), Sveinn (1846).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1824.

  Kennari og skrifari hjá Birni Blöndal sýslumanni og alþingismaður í Hvammi í Vatnsdal næstu tvö ár og síðan hjá séra Jóni Jónssyni í Stærra-Árskógi, síðar á Grenjaðarstað. Varð djákn þar 1828 og bjó í Klömbrum. Fékk Blöndudalshóla 1835, Staðarbakka 1843 og Staðarstað 1850, lausn 1874 og fluttist þá til Reykjavíkur. Fékk Hallormsstað 1879, en lét þar af prestskap haustið 1880 og fluttist þá aftur til Reykjavíkur. Prófastur í Snæfellsnessýslu 1866–1874. Kenndi flest ár 1830–1870 heimaskólalærdóm.

  Þjóðfundarmaður Húnvetninga 1851. Alþingismaður Snæfellinga 1864–1869.

  Samdi Prestatal og prófasta á Íslandi (1869, 2. útgáfa 1949–1951).

  Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.

  Áskriftir