Sveinn Ólafsson

Sveinn Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1916–1933 (Óháðir bændur, Framsóknarflokkur).

Varaforseti sameinaðs þings 1920–1923.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Firði í Mjóafirði 11. febrúar 1863, dáinn 20. júlí 1949. Foreldrar: Ólafur Guðmundsson (fæddur 29. september 1830, dáinn 6. maí 1896) bóndi þar og kona hans Katrín Sveinsdóttir (fædd 20. desember 1838, dáin 9. október 1917) húsmóðir. Maki 1 (2. október 1888): Kristbjörg Sigurðardóttir (fædd 1. mars 1862, dáin 1. júní 1895) húsmóðir. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og kona hans Guðrún Jónasdóttir. Maki 2 (4. september 1899): Anna Þorsteinsdóttir (fædd 6. maí 1868, dáin 5. desember 1929) húsmóðir. Foreldrar: Þorsteinn Þórarinsson og kona hans Þórunn Sigríður Pétursdóttir. Börn Sveins og Kristbjargar: Ólafur Hjalti (1889), Katrín (1892). Dóttir Sveins og Önnu: Sesselja (1905).

Nám í lýðháskólunum í Vanheim og Aulestad í Noregi 1881–1882. Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1884. Framhaldsnám í Københavns Seminarium 1885–1886.

Kennari í Mjóafirði 1884–1885, 1886–1887 og 1911–1913. Bóndi á Asknesi í Mjóafirði 1887–1899. Verslunarstjóri í Borgarfirði eystra 1899–1901. Bóndi í Firði frá 1901 til æviloka. Umboðsmaður Múlasýslujarða frá 1909.

Aðstoðarmaður við Íslandsdeild Norðurlandasýningar á Englandi vorið 1886. Amtsráðsmaður um skeið. Skipaður 1917 í milliþinganefnd í vatnamálum (fossanefnd). Kosinn 1918 í fullveldisnefnd.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1916–1933 (Óháðir bændur, Framsóknarflokkur).

Varaforseti sameinaðs þings 1920–1923.

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir