Sveinn Sveinsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1845 og 1847 (varaþingmaður). Kosinn alþingismaður Norður-Múlasýslu 1857, en kom ekki til þings.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hofi í Mjóafirði 23. desember 1798, dáinn 3. febrúar 1867. Foreldrar: Sveinn Sveinsson (fæddur um 1757, dáinn 2. september 1838) síðar bóndi í Vestdal og kona hans Sesselja Árnadóttir (fædd 1763, dáin 2. september 1834) húsmóðir. Maki (24. september 1824): Margrét Jónsdóttir (fædd 17. ágúst 1801, dáin 14. febrúar 1863) húsmóðir, systir Halldóru 1. konu Guttorms Vigfússonar alþingismanns á Arnheiðarstöðum, föðursystir Björns Péturssonar alþingismanns, afasystir Björns R. alþingismanns og Halldórs alþingismanns Stefánssona. Foreldrar: Jón Þorsteinsson Schjöld og kona hans Þórey Jónsdóttir. Börn: Jóhanna (1825), Sveinn (1828), Sesselja (1831), Pétur (1833), Anna (1834).

  Bóndi og hreppstjóri í Vestdal í Seyðisfirði frá 1824 til æviloka.

  Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1845 og 1847 (varaþingmaður). Kosinn alþingismaður Norður-Múlasýslu 1857, en kom ekki til þings.

  Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.