Thor Thors

Thor Thors

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1933–1941 (Sjálfstæðisflokkur). Sat ekki þingin 1940–1941.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 26. nóvember 1903, dáinn 11. janúar 1965. Foreldrar: Thor Philip Axel Jensen (fæddur 3. desember 1863, dáinn 12. desember 1947) kaupmaður í Borgarnesi, útgerðarmaður í Reykjavík og bóndi á Lágafelli og kona hans Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir (fædd 6. september 1867, dáin 14. október 1945) húsmóðir. Bróðir Ólafs Thors alþingismanns og ráðherra. Maki (16. desember 1926): Jóhanna Ágústa Ingólfsdóttir (fædd 30. október 1905, dáin 2. desember 1986) húsmóðir. Foreldrar: Ingólfur Gíslason, mágur Árna Jónssonar alþingismanns á Skútustöðum, og kona hans Oddný Ólöf Vigfúsdóttir. Börn: Margrét Þorbjörg (1927), Ingólfur (1930), Thor Haraldur (1934).

Stúdentspróf MR 1922. Lögfræðipróf HÍ 1926. Framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París 1926–1927 og kynnisferð til Spánar og Portúgals. Heiðursdoktor í lögum 18. ágúst 1944 við Rider College í Trenton í New Jersey í Bandaríkjunum.

Framkvæmdastjóri Kveldúlfs hf. í Reykjavík 1927–1934. Forstjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1934–1940. Fór í markaðsleit og öðrum verslunarerindum til Argentínu, Brasilíu og Nýfundnalands 1935 og til Kanada og Bandaríkjanna 1938. Skipaður 1940 aðalræðismaður í New York. Skipaður 1941 sendiherra í Bandaríkjunum, gegndi því starfi til æviloka, sat í Washington. Skipaður 1947 sendiherra í Kanada, 1952 sendiherra í Argentínu og Brasilíu og 1956 á Kúbu. Skipaður 1947 fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum.

Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1929–1930. Formaður Heimdallar 1931. Átti sæti í landsbankanefnd 1936–1940. Kosinn 1937 í milliþinganefnd um arðskiptafyrirkomulag í atvinnurekstri. Formaður sýningarnefndar Íslands á heimssýningunni í New York 1939–1940. Formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá upphafi 1946 til æviloka.

Alþingismaður Snæfellinga 1933–1941 (Sjálfstæðisflokkur). Sat ekki þingin 1940–1941.

Æviágripi síðast breytt 12. apríl 2017.

Áskriftir