Valdimar Indriðason

Valdimar Indriðason

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1983–1987 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands apríl–maí og nóvember–desember 1980, apríl–maí 1988, apríl–maí 1989 og október 1990.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 9. september 1925, dáinn 9. janúar 1995. Foreldrar: Indriði Jónsson (fæddur 2. febrúar 1899, dáinn 20. janúar 1933) vélstjóri þar og kona hans Vilborg Þjóðbjarnardóttir (fædd 2. janúar 1903, dáin 12. júlí 1984) húsmóðir. Maki (3. júlí 1948): Ingibjörg Ólafsdóttir (fædd 19. júlí 1925). Foreldrar: Ólafur B. Björnsson og kona hans Ása Ólafsdóttir Finsen. Börn: Indriði (1948), Ása María (1950), Ingveldur (1954).

Gagnfræðapróf Flensborg 1942. Sveinspróf í vélvirkjun frá Iðnskóla Akraness 1946. Fullnaðarpróf frá Vélskólanum í Reykjavík 1949, einnig frá rafmagnsdeild skólans.

Vélstjóri á togurum 1948–1956. Verksmiðjustjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hf. 1956–1960, framkvæmdastjóri hennar 1960–1991 og jafnframt Vélsmiðjunnar hf. og Heimaskaga hf. frá 1971.

Bæjarfulltrúi á Akranesi 1962–1986, forseti bæjarstjórnar 1977–1984, sat í bæjarráði 1970–1974 og 1978–1983. Í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna frá 1970 og í stjórn Félags íslenskra fiskimjölsframleiðenda 1968–1983. Formaður Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda 1973–1978. Stjórnarformaður Skallagríms hf. 1977–1978 og frá 1984 og stjórnarformaður Sögufélags Borgarfjarðar frá 1985. Í Rannsóknaráði 1983–1987. Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1985–1987, formaður. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1985.

Alþingismaður Vesturlands 1983–1987 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Vesturlands apríl–maí og nóvember–desember 1980, apríl–maí 1988, apríl–maí 1989 og október 1990.

Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.