Þorbergur Þorleifsson

Þorbergur Þorleifsson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1934–1939 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Hólum í Nesjum 18. júní 1890, dáinn 23. apríl 1939. Foreldrar: Þorleifur Jónsson (fæddur 21. ágúst 1864, dáinn 18. júní 1956) bóndi þar og alþingismaður og kona hans Sigurborg Sigurðardóttir (fædd 30. maí 1866, dáin 31. júlí 1935) húsmóðir.

Stundaði nám í Flensborgarskóla og Gagnfræðaskólanum á Akureyri.

Bústjóri í Hólum 1910–1930, bóndi þar frá 1930 til æviloka.

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1934–1939 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.