Þorlákur Guðmundsson

Þorlákur Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Árnesinga 1874–1900.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Mjóanesi í Þingvallasveit 22. desember 1834, dáinn 7. júní 1906. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson (fæddur 6. ágúst 1793, dáinn 17. janúar 1859) síðar bóndi í Miðfelli og 2. kona hans Geirlaug Pétursdóttir (fædd 1798, dáin 16. janúar 1876) húsmóðir. Maki (28. júní 1861): Valgerður Ásmundsdóttir (fædd 25. febrúar 1833, dáin 23. maí 1912) húsmóðir. Foreldrar: Ásmundur Þorkelsson og kona hans Arnbjörg Jónsdóttir. Börn: Ásbjörg (1862), Ástríður (1863), Guðrún (1865), Guðgeir (1867), Hallbjörg (1871).

  Bóndi í Miðfelli 1859–1875, í Hvammkoti, síðar Fífuhvammi við Kópavog 1875–1902 og í Eskihlíð frá 1902 til æviloka.

  Hreppstjóri í Þingvallahreppi 1863–1875.

  Alþingismaður Árnesinga 1874–1900.

  Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.