Þorleifur Jónsson

Þorleifur Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1886–1900.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Sólheimum í Svínavatnshreppi 26. apríl 1855, dáinn 2. apríl 1929. Foreldrar: Jón Pálmason (fæddur 11. júlí (júní) 1826, dáinn 9. október 1886) alþingismaður og kona hans Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir (fædd 30. ágúst 1826, dáin 1909) húsmóðir. Maki (9. september 1893): Ragnheiður Bjarnadóttir (fædd 7. desember 1873, dáin 30. september 1961) kaupkona og húsmóðir. For.: Bjarni Þórðarson og k. h. Þórey Pálsdóttir. Börn: Bjarni (1894), Þórey (1895), Salóme (1897), Jón (1899), Páll (1902).

  Stúdentspróf Lsk. 1881. Las lögfræði við Hafnarháskóla en hætti námi vegna veikinda.

  Ritstjóri í Reykjavík 1886–1891. Bóndi í Stóradal 1894–1895, á Syðri-Löngumýri 1895–1896 og Sólheimum 1896–1900. Skipaður póstafgreiðslumaður í Reykjavík 1900. Póstmeistari þar 1920–1928.

  Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1891–1894.

  Alþingismaður Húnvetninga 1886–1900.

  Ritstjóri: Þjóðólfur (1886–1891).

  Æviágripi síðast breytt 31. mars 2016.