Birgir Finnsson

Birgir Finnsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1959–1963 og 1967–1971, landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1963–1967 (Alþýðuflokkur).

Forseti sameinaðs þings 1963–1971. 2. varaforseti sameinaðs þings 1959–1963.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 19. maí 1917, dáinn 1. júní 2010. Foreldrar: Finnur Jónsson (fæddur 28. september 1894, dáinn 30. desember 1951) alþingismaður og ráðherra og 1. kona hans Auður Sigurgeirsdóttir (fædd 2. apríl 1888, dáin 20. júní 1935) húsmóðir. Maki (14. október 1944): Arndís Árnadóttir (fædd 22. maí 1921, dáin 25. júní 2008) húsmóðir. Foreldrar: Árni Ólafsson og kona hans Málfríður Jónsdóttir. Börn: Auður Þorbjörg (1945), Finnur (1946), Arndís (1948), Björn (1951).

Stúdentspróf MA 1937. Nám í hagfræði við Háskólann í Stokkhólmi 1937–1939.

Fluttist með foreldrum sínum til Ísafjarðar 1920. Annaðist afgreiðslu fiskflutningaskipa til Englands stríðsárin 1939–1945. Sá um útgerð og síldarsöltun á Siglufirði fyrir Samvinnufélag Ísfirðinga 1937–1955, framkvæmdastjóri þess 1945–1961, er félagið hætti störfum. Umboðsmaður Brunabótafélags Íslands 1954–1970. Fluttist til Reykjavíkur 1971 og starfaði við endurskoðun til 1993.

Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1942–1966. Forseti bæjarstjórnar 1952–1962. Starfaði í atvinnutækjanefnd 1956–1961. Vararæðismaður Svíþjóðar á Ísafirði 1958–1970. Skip. 1959 í endurskoðunarnefnd laga um tekjustofna sveitarfélaga, 1962 í endurskoðunarnefnd laga um síldarútvegsnefnd o.fl., haustið 1962 í endurskoðunarnefnd jarðræktarlaga og 1965 í nefnd til að gera tillögur um endurskipulagningu Skipaútgerðar ríkisins. Sat fundi Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1966, 1967 og 1969. Í stjórn Samábyrgðar Íslands á fiskiskipum 1967–1986. Var lengi í síldarútvegsnefnd, formaður nefndarinnar 1968–1973 og 1981–1984. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1961 og 1971.

Alþingismaður Vestfirðinga 1959–1963 og 1967–1971, landskjörinn alþingismaður (Vestfirðinga) 1963–1967 (Alþýðuflokkur).

Forseti sameinaðs þings 1963–1971. 2. varaforseti sameinaðs þings 1959–1963.

Ritstjóri: Skutull (1949–1971).

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.