Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Dalamanna) 1934–1937, alþingismaður Dalamanna 1937–1942 (Bændaflokkurinn).

Atvinnumálaráðherra 1932–1934.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Frostastöðum í Blönduhlíð 3. júlí 1885, dáinn 16. ágúst 1949. Foreldrar: Ólafur Briem (fæddur 28. janúar 1851, dáinn 19. maí 1925) alþingismaður og kona hans Halldóra Pétursdóttir Briem (fædd 26. desember 1853, dáin 5. júlí 1937) húsmóðir, mágkona Hálfdanar Guðjónssonar alþingismanns og föðursystir Pálma alþingismaður og Péturs varaþingmanns Hannessona. Maki 1 (6. maí 1910): Valgerður Lárusdóttir Briem (fædd 12. október 1885, dáin 26. apríl 1924) húsmóðir, systir Guðrúnar Lárusdóttur alþingismanns. Foreldrar: Lárus Halldórsson alþingismaður og kona hans Kirstín Pétursdóttir Guðjohnsen húsmóðir, dóttir Péturs Guðjohnsens alþingismanns. Maki 2 (30. maí 1926): Oktavía Emilía Pétursdóttir Guðjohnsen (fædd 25. apríl 1886, dáin 21. maí 1967) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Pétursson Guðjohnsen, sonur Péturs Guðjohnsens alþingismanns, og kona hans Þórunn Halldórsdóttir Guðjohnsen. Dætur Þorsteins og Valgerðar: Kristín Valgerður (1911), Halldóra Valgerður (1913), Valgerður (1914), Guðrún Lára (1918), Ólöf Ingibjörg (1923).

Stúdentspróf MR 1905. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1908. Framhaldsnám við Pastoralseminariet og háskólann í Kaupmannahöfn og námsför um Noreg og Svíþjóð alls tíu mánuði 1908–1909.

Vígður 1909 aðstoðarprestur séra Jens Pálssonar í Görðum á Álftanesi. Prestur í Grundarþingum í Eyjafirði 1911–1918, sat að Hrafnagili, á Mosfelli í Grímsnesi 1918–1921, Akranesi 1921–1946. Prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1931–1946. Skipaður 3. júní 1932 atvinnu- og samgöngumálaráðherra og 23. júní jafnframt kirkju- og kennslumálaráðherra, lausn 16. nóvember 1933, en gegndi störfum áfram til 28. júlí 1934. Tók þá aftur við prests- og prófastsstörfum. Átti heima í Reykjavík síðustu ár ævi sinnar.

Átti sæti í kirkjumálanefnd 1929–1930, formaður hennar, og kirkjuráði frá 1932 til æviloka. Formaður Bændaflokksins 1935–1942.

Landskjörinn alþingismaður (Dalamanna) 1934–1937, alþingismaður Dalamanna 1937–1942 (Bændaflokkurinn).

Atvinnumálaráðherra 1932–1934.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.