Þorsteinn Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1845–1850. Sótti ekki þing nema 1845.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Einarsstöðum í Reykjadal, skírður 25. desember 1800, dáinn 2. júní 1859, drukknaði í Selfljóti. Foreldrar: Gunnar Þorsteinsson (fæddur um 1760, dáinn 30. september 1818) síðar bóndi að Ási í Öxarfirði og kona hans Vilborg Þorvarðsdóttir (fædd um 1760, dáin 8. desember 1820) húsmóðir. Maki (20. apríl 1825): Snjálaug Jónsdóttir (fædd 19. apríl 1799, dáin 18. júní 1863) húsmóðir. Foreldrar: Jón Hallgrímsson og kona hans Ingibjörg Þórðardóttir.

  Nam gullsmíði.

  Bóndi og gullsmiður á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá frá 1825 til æviloka.

  Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1845–1850. Sótti ekki þing nema 1845.

  Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.