Þorsteinn Jónsson

Þorsteinn Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1875–1886.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Sólheimum í Mýrdal 11. maí 1840, dáinn í Reykjavík 28. ágúst 1886. Foreldrar: Jón Eyjólfsson (fæddur 7. júlí 1815, dáinn 26. maí 1900) bóndi í Ytri-Sólheimum, síðast í Litlu-Hólum og kona hans Karítas Þorsteinsdóttir (fædd 1815, dáin 28. mars 1895) húsmóðir. Maki (1. nóvember 1861): Kristín Einarsdóttir (fædd 5. nóvember 1817, dáin 10. júní 1899) húsmóðir. Foreldrar: Einar Sigurðsson og kona hans Vigdís Guðmundsdóttir. Systir Árna Einarssonar alþingismanns. Hún átti fyrr Magnús Austmann þjóðfundarmann.

    Bóndi í Nýjabæ í Vestmannaeyjum frá 1861 til æviloka.

    Alþingismaður Vestmanneyinga 1875–1886.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir