Þorsteinn Jónsson

Þorsteinn Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1887–1890. Sagði af sér þingmennsku.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Miðkekki í Flóa 17. nóvember 1840, dáinn 13. ágúst 1908. Foreldrar: Jón Þorsteinsson (fæddur 19. júní 1799, dáinn í júlí 1888) bóndi þar og 2. kona hans Þórdís Þorsteinsdóttir (fædd 18. ágúst 1795, dáin 26. maí 1866) húsmóðir. Maki (12. október 1865): Matthildur Magnúsdóttir (fædd 6. janúar 1833, dáin 5. mars 1904) húsmóðir. Foreldrar: Magnús Þorkelsson og Sigríður Pétursdóttir. Börn: Margrét (1866), Guðmundur (1867), Jón (1868), Ingibjörg (1870), Magnús (1872), Guðrún (1873).

    Stúdentspróf Lsk. 1862. Læknisfræðipróf hjá Jóni Hjaltalín landlækni 1865.

    Héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1865–1905. Prófdómari við læknapróf 1907. Bóksali um hríð.

    Hafði á hendi veðurathuganir fyrir veðurstofuna dönsku um fjölda ára. Hreppsnefndaroddviti 1874–1902. Formaður Lestrarfélags Vestmannaeyja 1884–1906. Forseti Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja 1887–1905. Var oft settur sýslumaður í Vestmannaeyjum skemmri og lengri tíma. Fluttist til Reykjavíkur sumarið 1906 og dvaldist þar til æviloka.

    Alþingismaður Vestmanneyinga 1887–1890. Sagði af sér þingmennsku.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir