Þorsteinn M. Jónsson

Þorsteinn M. Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1916–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Útnyrðingsstöðum á Völlum 20. ágúst 1885, dáinn 17. mars 1976. Foreldrar: Jón Ólafsson (fæddur 10. nóvember 1837, dáinn 1. nóvember 1911) bóndi þar og kona hans Vilborg Þorsteinsdóttir (fædd 21. febrúar 1849, dáin 13. nóvember 1916) húsmóðir. Maki (26. október 1909): Sigurjóna Jakobsdóttir (fædd 16. september 1891, dáin 18. júlí 1992) húsmóðir. Foreldrar: Jakob Jónsson og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir. Börn: Jónborg (1910), Jakob Vilhjálmur (1912), Óli (1916), Guðbjörg (1918), Þórhalla (1920), Halldór (1921), Jón Óli (1925), Þórhallur (1929), Anna Lára (1931).

Gagnfræðapróf Akureyri 1905. Kennarapróf KÍ 1909.

Heimiliskennari á Akureyri 1905–1906. Kennari við barnaskólann á Seyðisfirði 1907–1908. Stofnaði unglingaskóla í Borgarfirði eystra 1909 og hélt hann til 1919. Skólastjóri við barnaskólann þar 1910–1919. Rak búskap á Hvoli í Borgarfirði 1910–1918 og í Stóru-Breiðuvík 1918–1921, enn fremur smábátaútgerð í Bakkagerði 1913–1918. Kaupfélagsstjóri í Bakkagerði 1918–1921. Kennari við barnaskólann á Akureyri 1921–1932. Skólastjóri gagnfræðaskólans þar 1935–1955. Rak búskap í Skjaldarvík syðri við Eyjafjörð 1922–1924 og að Svalbarði á Svalbarðsströnd 1934–1939. Rak bóka- og ritfangaverslun á Akureyri 1923–1935. Hóf bókaútgáfu 1924 og rak hana lengi. Fluttist til Reykjavíkur 1956 og átti þar heima síðan.

Átti sæti í sambandslaganefndinni 1918. Sýslunefndarmaður í Norður-Múlasýslu 1917–1921. Hreppsnefndarmaður 1919–1921. Bæjarfulltrúi á Akureyri 1942–1956, forseti bæjarstjórnar frá 1944. Sáttasemjari í vinnudeilum á Norðurlandi 1939–1956. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1936–1943.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1916–1923 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Ritstjóri: Nýjar kvöldvökur (1933–1956). Gríma (1929–1950). Gríma hin nýja (1964–1965).

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.