Þorsteinn Thorsteinsson

Þorsteinn Thorsteinsson

Þingseta

Alþingismaður Ísfirðinga 1879–1885 (kosinn við aukakosningu sumarið 1879, en fór ekki til þings það ár).

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Snæfjöllum 9. janúar 1835. Tók sér far til útlanda 17. nóvember 1888, en til þess skips sem hann fór með spurðist ekki framar. Foreldrar: Þorsteinn Þórðarson (fæddur 24. júní 1791, dáinn 20. febrúar 1840) síðar prestur í Gufudal og kona hans Rannveig Sveinsdóttir (fædd 16. maí 1789, dáin 14. ágúst 1843) húsmóðir. Maki (12. febrúar 1863): Amalie Florentine Villadsen, fædd Løve (fædd 1832, dáin 22. júní 1914) dönsk, húsmóðir. Börn: Bertha Ingibjörg (1866), Einar Hjálmar Friðrik (1868), Anna Emilie (1873), Ágústa Gunnhildur (1878). Tvö börn dóu á barnsaldri. Sonur Þorsteins og Þóru Gunnlaugsdóttur: Jón (um 1866).

    Fór til Danmerkur 1851 og stundaði verslunarnám.

    Var við verslunarstörf í Svendborg á Fjóni um hríð, síðan á Vatneyri við Patreksfjörð. Kaupmaður á Ísafirði frá 1870 til æviloka og rak þar jafnframt brauðgerð.

    Alþingismaður Ísfirðinga 1879–1885 (kosinn við aukakosningu sumarið 1879, en fór ekki til þings það ár).

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir