Þorsteinn Þorsteinsson

Þorsteinn Þorsteinsson

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).

Forseti efri deidar 1946–1947. 2. varaforseti efri deildar 1942, 1. varaforseti efri deildar 1942–1946, 1947–1949 og 1950–1953, 1. varaforseti sameinaðs þings 1949–1950.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 23. desember 1884, dáinn 15. febrúar 1961. Foreldrar: Þorsteinn Davíðsson (fæddur 12. júní 1843, dáinn 14. júní 1932) bóndi þar og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir (fædd 7. apríl 1840, dáin 8. september 1914) húsmóðir. Afabróðir Davíðs Aðalsteinssonar alþingismanns og Davíðs Péturssonar varaþingmanns. Maki (4. október 1922): Áslaug Lárusdóttir (fædd 7. nóvember 1890, dáin 30. september 1956) húsmóðir. Foreldrar: Lárus Benediktsson og kona hans Ólafía Sigríður Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Pálssonar alþingismanns. Systir Ingveldar Benediktu konu Magnúsar Jónssonar alþingismanns og ráðherra.

Stúdentspróf MR 1910. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1914.

Fékkst við ýmis lögfræðistörf ásamt sveitavinnu 1914–1917. Settur um stund 1914 sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Aðstoðarmaður í fjármálaráðuneytinu 1917–1920. Settur 1918 sýslumaður í Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði. Settur 1919 sýslumaður í Árnessýslu. Sýslumaður í Dalasýslu 1920–1954, sat í Búðardal. Átti heima í Reykjavík síðustu ár sín. Rak búskap á Staðarfelli, í Sælingsdalstungu og á Fjósum um skeið.

Eftirlitsmaður opinberra sjóða frá 1940 til æviloka. Sat í bankaráði Búnaðarbankans 1941–1957, í úthlutunarnefnd skáldastyrks og listamanna 1946–1959.

Alþingismaður Dalamanna 1933–1937 og 1942–1949, landskjörinn alþingismaður (Mýramanna) 1937–1942 og (Dalamanna) 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).

Forseti efri deidar 1946–1947. 2. varaforseti efri deildar 1942, 1. varaforseti efri deildar 1942–1946, 1947–1949 og 1950–1953, 1. varaforseti sameinaðs þings 1949–1950.

Ritaði meðal annars lýsingu Dalasýslu í Árbók Ferðafélags Íslands 1947 og Mýrasýslu 1953.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

Áskriftir