Þorvaldur Björnsson

Þorvaldur Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1886–1891.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum 18. október 1833, dáinn 30. nóvember 1922. Foreldrar: Björn Þorvaldsson (fæddur 26. desember 1794, dáinn 10. september 1851) síðar bóndi að Bergþórshvoli og kona hans Katrín Magnúsdóttir (fædd 23. júní 1802, dáin 31. október 1880) húsmóðir. Maki (14. júní 1864): Elín Guðmundsdóttir (fædd 18. júlí 1826, dáin 3. júlí 1906) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og kona hans Elín Kjartansdóttir. Sonur Þorvalds og Ingveldar Eiríksdóttur: Þorbjörn (um 1880). Börn Þorvalds og Solveigar Unadóttur: Þorbjörn (1885), Karólína (1886), Sigurjón (1888), Sigurjón (1891). Sonur Þorvalds og Guðrúnar Gísladóttur: Þorgrímur (1887).

    Bóndi í Núpakoti undir Eyjafjöllum 1863–1886, í Svaðbæli 1886–1905, vann þar mjög að jarðabótum, hýsti stórmannlega og nefndi býlið Þorvaldseyri. Dvaldist í Reykjavík 1905–1909 og átti þá talsverðan þátt í togaraútgerð. Fluttist síðan aftur að Núpakoti og var þar til æviloka.

    Alþingismaður Rangæinga 1886–1891.

    Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

    Áskriftir