Birgir Ísleifur Gunnarsson

Birgir Ísleifur Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1979–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1987–1988.

2. varaforseti neðri deildar 1983–1987.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 19. júlí 1936, dáinn 28. október 2019. Foreldrar: Gunnar Espólín Benediktsson (fæddur 30. júní 1891, dáinn 13. febrúar 1955) hæstaréttarlögmaður þar og kona hans Jórunn Ísleifsdóttir (fædd 2. október 1910, dáin 28. desember 1999) húsmóðir. Maki (6. október 1956): Sonja Backman (f. 26. ágúst 1938, dáin 5. október 2019) ritari í Skóla Ísaks Jónssonar. Foreldrar: Ingimar Karlsson og Alda Carlson. Börn: Björg Jóna (1957), Gunnar Jóhann (1960), Ingunn Mjöll (1970), Lilja Dögg (1970).

Stúdentspróf MR 1955. Lögfræðipróf HÍ 1961. Hdl. 1962. Hrl. 1967.

Framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961–1963. Rak eigin lögmannsstofu í Reykjavík 1963–l972. Borgarstjóri í Reykjavík frá desember 1972 til maí 1978. Ýmis störf að stjórnmálum frá maí 1978 til desember 1979. Skipaður 8. júlí 1987 menntamálaráðherra, lausn 17. september 1988, en gegndi störfum til 28. september. Bankastjóri Seðlabanka Íslands 1991–2005.

Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta 1956–1957. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands 1957–1958, fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1958–1959. Formaður Heimdallar FUS 1959–1962. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1961–l969, formaður 1967–1969. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1962–l982. Í stjórn Landsvirkjunar 1965–1991. Formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1966–1967. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1973–1991. Formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins 1978–1987. Formaður stóriðjunefndar 1983–1987. Í flugráði 1984–1987. Formaður nefndar til að undirbúa löggjöf og áætlun um flugvelli 1984–1986. Formaður nefndar er samdi frumvarp til laga um framhaldsskóla 1985–1987. Formaður sendinefndar Alþingis hjá Þingmannasamtökum Atlantshafsbandalagsins 1983–1987. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1980 og 1988. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1989–1991. Formaður þróunarnefndar Háskóla Íslands 1992–1994, skipaður af menntamálaráðherra.

Alþingismaður Reykvíkinga 1979–1991 (Sjálfstæðisflokkur).

Menntamálaráðherra 1987–1988.

2. varaforseti neðri deildar 1983–1987.

Ritstjóri: Stefnir (1963–1965). Fjármálatíðindi (frá 1994).

Æviágripi síðast breytt 4. nóvember 2019.

Áskriftir